Forsíða
60.687 greinar á íslensku.
Gervigreind
Gervigreind er vitræn hegðun véla. Sú grein tölvunarfræði sem leitast við að búa hana til nefnist gervigreindarfræði. Andreas Kaplan og Michael Haenlein skilgreina gervigreind sem „getu kerfis til að túlka utanaðkomandi gögn rétt, að læra af gögnunum og nota það sem lærðist til að ná ákveðnum markmiðum og verkefnum með sveigjanlegri aðlögun“. Helstu kennslubækur um gervigreind skilgreina fagið sem „rannsókn á og hönnun vitrænna geranda“, þar sem greindur gerandi er kerfi sem skynjar umhverfi sitt og framkvæmir aðgerðir sem hámarka möguleika þess á árangri. John McCarthy sem setti hugtakið fyrstur fram árið 1956 skilgreinir það sem „þau vísindi og verkfræði sem snúast um að búa til greindar vélar“.
Fagið var stofnað á grundvelli þeirrar staðhæfingar að kjarnaeiginleika manna, greindinni (merkingu orðsins sapiens í Homo sapiens, „hinn vitiborni maður“) megi lýsa svo nákvæmlega að láta megi vél líkja eftir henni. Það kallar fram heimspekileg umhugsunarefni um eðli hugans og takmörk vísindalegs hroka sem verið hafa efni goðsagna, skáldskapar og heimspeki síðan í fornöld. Gervigreind hefur gefið mönnum tilefni til geypilegrar bjartsýni, orðið fyrir lygilegum áföllum og er í dag ómissandi hluti tækniiðnaðarins þar sem hún leysir mörg erfiðustu verkefnin í tölvunarfræðum.
Vissir þú...

- … að Ameríkuvegurinn, sem nær frá Prudhoe Bay í Alaska til Ushuaia í Argentínu, er stundum sagður lengsti þjóðvegur í heimi?
- … að talið er að aðeins ein manneskja hafi nokkurn tímann borið nafnið Sigurmagnús?
- … að Mars sjálfboðaliðanna er fyrsti þjóðsöngur Kína með texta á kínversku alþýðumáli í stað klassískrar kínversku?
- … að nafn titilpersónunnar í sögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde (sjá mynd) var fengið frá prestinum Walter Jekyll, vini höfundarins?
- … að hvalalýs halda sér utan á hval alla ævi og deyja ef þær detta af?
Fréttir

- 29. september: Flugfélagið Play verður gjaldþrota.
- 25. september:
- Inga Ruginienė (sjá mynd) tekur við sem forsætisráðherra Litáens.
- Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands, er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að þiggja ólöglegar greiðslur frá líbíska leiðtoganum Muammar Gaddafi.
- 11. september: Jair Bolsonaro, fyrrum forseti Brasilíu, er sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára fangelsi.
- 10. september: Bandaríski hægrisinnaði áhrifavaldurinn Charlie Kirk er skotinn til bana í Utah.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Jane Goodall (1. október) • Robert Redford (16. september) • Tomas Lindberg (16. september) • Charlie Kirk (10. september)
3. október
- 2008 - Bandaríkjaforseti undirritaði lög um 700 milljarða dala ríkissjóð til að kaupa eignir gjaldþrota banka.
- 2009 - Um 50 létust þegar stormur gekk yfir Sikiley.
- 2010 - Þýskaland lauk við greiðslu stríðsskaðabóta sem kveðið var á um í Versalasamningnum frá 1919.
- 2013 - 339 flóttamenn fórust undan strönd Lampedusa þegar bát þeirra hvolfdi.
- 2014 - Borgarastyrjöldin í Malí: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli Menaka og Ansongo.
- 2015 - Bandaríkjaher varpaði sprengjum á spítala Lækna án landamæra í Afganistan með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 2021 - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést ásamt tveimur lífvörðum í bílslysi hjá Markaryd.
Systurverkefni
|